Benzema steig upp á ögurstundu og hélt titilvonum Real á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 17:15 Benzema fagnar fyrra marki sínu í dag. Var þetta fjórði deildarleikurinn í röð sem Frakkinn skorar í fyrir Real Madrid. EPA-EFE/Kiko Huesca Real Madrid vann dramatískan 2-1 sigur gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Enn og aftur var það Karim Benzema sem kom heimamönnum í Real til bjargar. Segja má að hann sé að halda titilvonum liðsins á lífi. Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Real Madrid bjargaði stigi gegn nágrönnum sínum – og toppliði La Liga – Atlético Madrid í síðustu umferð þökk sé marki Benzema undir lok leiks. Það mark hefði verið hálf tilgangslaust ef liðið hefði ekki landað þremur stigum gegn Elche í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar rúm klukkustund var liðin. Dani Calvo skallaði þá knöttinn í netið og Elche óvænt komið 1-0 yfir á Alfredo Di Stefano-vellinum á æfingasvæði Real en enn er verið að gera við Santiago Bernabéu, heimavöllur liðsins. Benzema jafnaði metin fyrir heimamenn á 73. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Luka Modrić. Staðan 1-1 og þannig var hún allt fram á 91. mínútu leiksins. Benzema og Rodrygo áttu þá skemmtilegan þríhyrning við vítateigslínu Elche. Sá síðarnefndi lagði boltann fyrir fætur Benzema með bringunni, Frakkinn smellhitti knöttinn í kjölfarið með vinstri fæti sem söng í netinu og staðan orðin 2-1 Real í vil. Chill, I got this" pic.twitter.com/fNWGYz9WJo— B/R Football (@brfootball) March 13, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Benzema hetja Real enn á ný. Real er nú 57 stig í 2. sæti La Liga á meðan Atlético er á toppnum með 62 stig ásamt því að eiga leik til góða. Franski sóknarmaðurinn er ein stærsta ástæða þess að liðið er yfir höfuð í titilbaráttu heima fyrir sem og ástæðan fyrir því að Real Madrid komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn kemur, 16. mars. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira