Víkingur áfram í 8-liða úrslit, Leiknir vann Þrótt í markasúpu og Fram gerði jafntefli við Kórdrengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 23:31 Víkingar unnu stórsigur á Þór Akureyri í kvöld og unnu þar með riðil sinn í Lengjubikarnum. Vísir/Vilhelm Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur tryggði sér toppsætið í sínum riðli með 5-0 sigri á Þór Akureyri. Leiknir Reykjavík vann 5-2 sigur á Þrótt Reykjavík, þá gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti