Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 11:13 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að einnig hefðu borist upplýsingar um sambærilegt dauðsfall í Austurríki. Þá hefði notkun bóluefnisins einnig verið hætt tímabundið í Noregi. Upplýsingar um málið hefðu borist rétt fyrir upplýsingafundinn. Í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu kæmi þó fram að ekkert virðist benda til orsakasamhengis milli blóðtappa og bólusetningarinnar. Þetta væri í nánari skoðun og von á frekari upplýsingum frá stofnuninni. Aðeins spurning um nokkra daga Til að gæta fyllsta öryggis hefði hins vegar verið ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi tímabundið, þar til betri upplýsingar berist. Þá kvaðst Þórólfur gera sterklega ráð fyrir því að notkuninni yrði aðeins hætt í nokkra daga. Aðspurður sagðist Þórólfur vissulega hafa áhyggjur af því að þetta kynni að veikja traust landsmanna gagnvart bóluefninu. Hann minnti þó á að Bretar hefðu bólusett fleiri milljónir manna og þar virtust engar tilkynningar hafa komið. Ekki hefðu komið fram alvarleg veikindi í tengslum við bólusetningu með AstraZeneca-bóluefninu hér á landi. Helstu áhyggjurnar núna tengdar bólusetningu vörðuðu forgangsröðun; margar kvartanir hefðu borist og ekki óviðbúið að röðinni yrði breytt. Fréttaveitan Reuters hefur upp úr tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í morgun að ekkert benti til þess að tvö blóðtappatengd tilvik, þar af eitt dauðsfall, í Austurríki tengdust bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Þá væri hlutfall bólusettra sem fengið hefðu blóðtappa ekki hærra en hjá þeim sem ekki hafa verið bólusettir með efninu. Af þeim þremur milljónum sem hefðu fengið AstraZeneca-bóluefnið í Evrórpu hefðu aðeins 22 fengið blóðtappa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira