Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði aflýst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 21:34 Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði hefur verið aflýst vegna mikilla annmarka á framkvæmd samræmds íslenskuprófs á dögunum. Vísir Samræmdum prófum í ensku og stærðfræði, sem átti að leggja rafrænt fyrir nemendur í 9. bekk í næstu viku, hefur verið aflýst. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þessa ákvörðun vegna hagsmuna nemenda og sjónarmiða skólasamfélagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Annmarkar voru á rafrænni fyrirlögn prófs í íslensku þann 8. mars síðastliðinn og var tekin ákvörðun um að fresta ensku- og stærðfræðiprófum um nokkra daga. Fram kemur í tilkynningunni að að vel athuguðu máli telji Menntamálastofnun ekki öruggt að rafræn fyrirlögn prófanna muni ganga snuðrulaust fyrir sig, enda hafi þjónustuaðili prófakerfisins ekki brugðist við aðstæðum með fullnægjandi hætti. Nemendum verður hins vegar gefið tækifæri til að taka könnunarpróf í greinunum 17. mars – 30. apríl næstkomandi en verður það valkvætt og ber Menntastofnun að tryggja þá framkvæmd. Skipulag prófanna verður undirbúið í samráði við skólasamfélagið og miðast við lágmarksröskun á skólastarfi. „Núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa er komið á endastöð. Grundvallarbreyting á samræmdu námsmati hefur verið í undirbúningi, þar sem markmiðið er að tryggja betur hagsmuni nemenda og þarfir þeirra fyrir skýrt námsmat,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í tilkynningunni. Unnið hefur verið að tillögum um framtíðarsýn fyrir samræmt námsmat og skilaði vinnuhópur skýrslu um málið í fyrra. Þar lagði hópurinn meðal annars til að þróuð yrðu heildstæð matstæki fyrir skóla, í mörgum námsgreinum, sem koma skyldu í stað samræmdra könnunarprófa. Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hugsum samræmd próf upp á nýtt Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. 10. mars 2021 14:31 Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi. 9. mars 2021 10:53 Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Annmarkar voru á rafrænni fyrirlögn prófs í íslensku þann 8. mars síðastliðinn og var tekin ákvörðun um að fresta ensku- og stærðfræðiprófum um nokkra daga. Fram kemur í tilkynningunni að að vel athuguðu máli telji Menntamálastofnun ekki öruggt að rafræn fyrirlögn prófanna muni ganga snuðrulaust fyrir sig, enda hafi þjónustuaðili prófakerfisins ekki brugðist við aðstæðum með fullnægjandi hætti. Nemendum verður hins vegar gefið tækifæri til að taka könnunarpróf í greinunum 17. mars – 30. apríl næstkomandi en verður það valkvætt og ber Menntastofnun að tryggja þá framkvæmd. Skipulag prófanna verður undirbúið í samráði við skólasamfélagið og miðast við lágmarksröskun á skólastarfi. „Núverandi fyrirkomulag samræmdra prófa er komið á endastöð. Grundvallarbreyting á samræmdu námsmati hefur verið í undirbúningi, þar sem markmiðið er að tryggja betur hagsmuni nemenda og þarfir þeirra fyrir skýrt námsmat,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í tilkynningunni. Unnið hefur verið að tillögum um framtíðarsýn fyrir samræmt námsmat og skilaði vinnuhópur skýrslu um málið í fyrra. Þar lagði hópurinn meðal annars til að þróuð yrðu heildstæð matstæki fyrir skóla, í mörgum námsgreinum, sem koma skyldu í stað samræmdra könnunarprófa.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Hugsum samræmd próf upp á nýtt Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. 10. mars 2021 14:31 Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi. 9. mars 2021 10:53 Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hugsum samræmd próf upp á nýtt Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. 10. mars 2021 14:31
Boðar breytt fyrirkomulag samræmdra prófa á næsta ári Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að fjölbreytt, stutt og hnitmiðuð rafræn próf og verkefni verði notuð til að kanna stöðu nemenda og bera saman frá og með næsta ári. Hún segir mjög mikilvægt að fram fari samræmt mat svo hver og einn nemandi viti hvar hann standi. 9. mars 2021 10:53
Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. 8. mars 2021 23:23