Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 23:23 Hafsteinn Karlsson er skólastjóri í Salaskóla. Aðsend Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. „Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
„Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39