Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 20:36 Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með dómara leiksins en taldi jafntefli þó sanngjarna niðurstöðu. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. „Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Það var mjög svekkjandi að fá á sig mark með nánast síðustu spyrnu leiksins. Það gerir þetta erfiðara fyrir okkur. Þetta var alltaf að fara erfitt að fara til Mílanó í seinni leikinn,“ sagði Solskjær í viðtali við BT Sport að leik loknum. Um jöfnunarmark AC Milan „Þetta er fastur skalli af stuttu færi. [Dean] Henderson getur varið svona skota, eða skalla, ég hef séð hann verja svona bolta. Við hefðum átt að gera betur, hefðum átt að gera árás á boltann með þeim mönnunum sem við höfðum í teignum.“ „Þetta var langt frá því að vera jafn góð frammistaða og gegn Manchester City um helgina. Við vorum of hægir þegar við vorum með boltann. Það er stundum erfitt að spila eftir leik eins og við spiluðum um helgina. Þurfum að standa okkur leik eftir leik þar sem við erum að mæta hörkuliðum.“ Um ótrúlegt klúður Harry Maguire „Svona gerist. Færið hjá Daniel James í síðari hálfleik líka, það kemur fyrir að maður hittir boltann ekki jafn vel og maður vill. Við hefðum getað skorað eitt eða tvö til viðbótar en þeir fengu líka fín færi svo jafntefli er eflaust sanngjörn niðurstaða.“ Um innkomu Diallo Amad Diallo kom inn af varamannabekk Manchester United í hálfleik í stað Anthony Martial sem fór meiddur af velli. Ole Gunnar Solskjær reiknar með að Martial verði ekki klár um helgina. OGS on Martial: "Whack on hip. Another scan we need to look at. Don t think he will be ready for Sunday. Edinson not for Sunday."— Simon Stone (@sistoney67) March 11, 2021 „Amad spilar með ákveðið frjálsræði í leik sínum. Frábær sending frá Bruno Fernandes líka, það er hún sem býr til markið. Amad er góður. Gott mark en hann á enn fullt eftir að læra og hann mun standa sig í framtíðinni.“ Um síðari leik liðanna „Við fáum menn til baka og þeir fá einnig menn til baka svo þetta verður góður leikur næsta fimmtudag. Vonandi verður Marcus Rashford tilbúinn. Er ekki viss hvort hann verði tilbúinn um helgina. Cavani verður mögulega líka fyrir Mílanó úti. Verðum með sterkara lið á pappír allavega þegar við mætum til Mílanó,“ sagði Ole Gunnar Solskjær að lokum. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira