Veggur féll á íþróttafréttamann í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 13:01 Carlos Orduz sést hér fullvissa alla um að það sé í lagi með hann en til hliðar má sjá vegginn hrynja yfir hann. Skjámynd Carlos Orduz, íþróttafréttamaður ESPN, vissi ekki hvar á hann stóð veðrið í útsendingu ESPN í kólumbíska sjónvarpinu. Í rauninni er hann heppinn að vera á lífi. Þeir sem á horfðu átta sig ekki alveg á því hvernig Carlos Orduz komst nokkuð óskaddaður frá því að fá yfir sig sviðsmyndarvegg en þar hafði óheppnasti maðurinn á svæðinu heppnina með sér eftir allt saman. Carlos Orduz var þarna í beinni útsendingu hjá ESPN í Kólumbíu. Hann var mættur til að aðstoða við umfjöllum um knattspyrnu í þættinum ESPNFC Radio og var einn af fimm mönnum sem voru fyrir framan myndavélarnar í settinu. Umsjónarmaður þáttarins var að útskýra eitthvað á öðrum skjá en gekk svo aftur fyrir Orduz og settist í sæti sitt fyrir miðju. Þá var skipt í víða mynd. View this post on Instagram A post shared by Rachel Nichols (@rachel_nichols) Orduz var á öðrum enda borðsins og átti sér einskis ills von þegar allt í hrundi yfir hann sviðmyndarveggur sem var fyrir aftan hann. Þetta var ekki falleg sjón enda skall Orduz fram á borðið og veggurinn hamraðist síðan yfir hann. Þeir sem á horfðu efuðust um að hann kæmi varla heill undan veggnum. Betur fór en á horfðist og Carlos Orduz slapp tiltölulega ómeiddur út atvikinu. pic.twitter.com/JbtIIOlUmf— Carlos Orduz (@orduzrubio) March 10, 2021 Til að fullvissa alla um að það væri í lagi með hann þá setti hann myndband inn á Twitter þar sem hann sagði frá líðan sinni og að hann hefði sloppið ótrúlega vel. „Til þeirra sem skrifuðu mér og sendu mér kveðju vegna atviksins í gær þá vil ég láta ykkur vita að það er allt í lagi með mig, sem betur fer. Ég fór í læknisskoðun og hún kom vel út. Ég var bara með marbletti og blóðnasir en ekkert brotnaði. Kveðja og þakkir,“ skrifaði Carlos Orduz á Twitter. Hann setti síðan líka inn myndband til að sanna það að hann væri í lagi. watch on YouTube Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Þeir sem á horfðu átta sig ekki alveg á því hvernig Carlos Orduz komst nokkuð óskaddaður frá því að fá yfir sig sviðsmyndarvegg en þar hafði óheppnasti maðurinn á svæðinu heppnina með sér eftir allt saman. Carlos Orduz var þarna í beinni útsendingu hjá ESPN í Kólumbíu. Hann var mættur til að aðstoða við umfjöllum um knattspyrnu í þættinum ESPNFC Radio og var einn af fimm mönnum sem voru fyrir framan myndavélarnar í settinu. Umsjónarmaður þáttarins var að útskýra eitthvað á öðrum skjá en gekk svo aftur fyrir Orduz og settist í sæti sitt fyrir miðju. Þá var skipt í víða mynd. View this post on Instagram A post shared by Rachel Nichols (@rachel_nichols) Orduz var á öðrum enda borðsins og átti sér einskis ills von þegar allt í hrundi yfir hann sviðmyndarveggur sem var fyrir aftan hann. Þetta var ekki falleg sjón enda skall Orduz fram á borðið og veggurinn hamraðist síðan yfir hann. Þeir sem á horfðu efuðust um að hann kæmi varla heill undan veggnum. Betur fór en á horfðist og Carlos Orduz slapp tiltölulega ómeiddur út atvikinu. pic.twitter.com/JbtIIOlUmf— Carlos Orduz (@orduzrubio) March 10, 2021 Til að fullvissa alla um að það væri í lagi með hann þá setti hann myndband inn á Twitter þar sem hann sagði frá líðan sinni og að hann hefði sloppið ótrúlega vel. „Til þeirra sem skrifuðu mér og sendu mér kveðju vegna atviksins í gær þá vil ég láta ykkur vita að það er allt í lagi með mig, sem betur fer. Ég fór í læknisskoðun og hún kom vel út. Ég var bara með marbletti og blóðnasir en ekkert brotnaði. Kveðja og þakkir,“ skrifaði Carlos Orduz á Twitter. Hann setti síðan líka inn myndband til að sanna það að hann væri í lagi. watch on YouTube
Fótbolti Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira