Landhelgisgæsla landsins kom 165 manns til bjargar og enn er verið að leita að eftirlifendum á svæðinu. Fólkið kom allt frá löndum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, að því er fram kemur í frétt Reuters.
Strandlengja Túnis er nú orðin ein af miðstöðvum þeirra sem sigla með fólk í leit að betra lífi yfir til Evrópu frá Afríku. Á síðasta ári fimmfaldaðist fjöldi þeirra sem fóru frá Túnis til Evrópu og á því ári komust um 13 þúsund manns þá leiðina til Evrópu.
Þá hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem í raun og veru eru frá Túnis, en efnahagserfiðleikar hafa leikið landið grátt undanfarið.