Lífið

Mögnuð upphitun fyrir Eurovision í þættinum Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Það var mikil Eurovision stemning í nýjasta þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2. 
Það var mikil Eurovision stemning í nýjasta þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2.  Skjáskot

Upphitun fyrir Eurovision er svo sannarlega byrjuð af krafti eins og áhorfendur Stöðvar 2 fóru ekki varhluta af síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 

Gestir Ingó þetta kvöldið voru þau Pétur Örn, María Ólafs, Alma Rut og Kristján Gísla og eiga þau það sameiginlegt að hafa öll keppt fyrir Íslands hönd í Eurovison.  

Mikil stemning var í salnum og sungu gestirnir hvern Eurovision smellinn á fætur öðrum, hvort sem það voru íslensk eða erlend lög. 

Hér að neðan má sjá þegar Pétur Örn og María Ólafs sungu lagið Til hamingju Ísland með glæsibrag. En það var hin goðsagnakennda Sylvía Nótt sem flutti lagið fyrir Íslands hönd árið 2006 með afar eftirminnilegum hætti. 

Klippa: Til hamingju Ísland - Pétur Örn, María Ólafs, Alma Rut og Kristján Gísla

Fyrir áhugasama má nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inn á Stöð 2+.


Tengdar fréttir

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×