Lífið

Sjáðu Svölu Björgvins syngja Britney smellinn One More Time

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Svala spreytir sig á næntís-smellinum One More Time í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. 
Svala spreytir sig á næntís-smellinum One More Time í nýjasta þætti Í kvöld er gigg.  Skjáskot

Poppdrottningin og söngdívan Svala Björgvins lét ekki sitt eftir liggja í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. 

Þátturinn var tileinkaður tíunda áratugnum og hefur fortíðarþráin eflaust bankað upp á hjá mörgum næntís börnunum.  Ásamt Svölu voru þeir Villi Naglbítur og Heiðar í Botnleðju sem heiðruðu gesti með nærveru sinni og spreyttu sig á hverjum hittaranum á fætur öðrum.  

Hér má sjá þegar Ingó skorar óvænt á Svölu að syngja ódauðlegt lag Britney Spears, lagið One More Time. Íslenska poppdrottningin gefur þeirri bandarísku hér ekkert eftir með stórkostlegum flutningi sínum. 

Klippa: Baby One More Time - Svala Björgvins

Tengdar fréttir

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.