Lífið

Óskabörn næntís fara á kostum í þættinum Í kvöld er gigg

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Einhverjir gætu mögulega hafa fundið fyrir fortíðarþrá og fiðrildum í maga í nýjasta þætti Í kvöld er gigg.
Einhverjir gætu mögulega hafa fundið fyrir fortíðarþrá og fiðrildum í maga í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Skjáskot

Poppstjörnur tíunda áratugarins þau Svala Björgvins, Heiðar í Botnleðju og Villi Naglbítur heiðruðu gesti með nærveru sinni í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld. 

Farið var vítt og breitt í gegnum tónlistarsenur tíunda áratugarins þar sem gestirnir létu ljós sitt skína með fluttning sínum á vel völdum næntís smellum. 

Hér fyrir neðan má sjá Heiðar flytja part úr einu af vinsælasta lagi Botnleðju af plötunni Drullumall sem kom út árið 1995. 

Klippa: Þið eruð frábær - Heiðar í Botnleðju

Ingó og gestir hans fluttu saman hittarann Lemon Tree með hlómsveitinni Fool's Garden en lagið kom einnig út það herrans ár 1995. Greinilega má sjá í klippunni hér að neðan að húsbandið fer alla leið þegar kemur að því að töfra fram réttu stemninguna. 

Klippa: Lemon Tree - Ingó, Svala, Villi og Heiðar

Næsti þáttur Í kvöld er gigg verður á dagskrá Stöðvar 2 á morgun, föstudag kl. 18:50. Þá býður Ingó upp á leikaragigg af bestu gerð og verða gestir kvöldsins sjarmatröllin, leikararnir og söngvararnir Katrín Halldóra, Gói og Hallgrímur Ólafsson. 

Klippa: Í kvöld er gigg trailer

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg inni á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×