Tekst Liverpool að bjarga tímabilinu í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 11:40 Sadio Mané kemur Liverpool í 0-2 í fyrri leiknum gegn Leipzig. getty/Christina Pahnke Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þjóðverjarnir sjá þó eflaust tækifæri til að koma höggi á ensku meistarana sem hefur gengið bölvanlega að undanförnu. Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira