Fótbolti

„Þetta eru leikirnir hans“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo fagnar með Morata í leik helgarinnar, þar sem Ronaldo sat á bekknum.
Ronaldo fagnar með Morata í leik helgarinnar, þar sem Ronaldo sat á bekknum. Jonathan Moscrop/Getty

Andrea Pirlo, stjóri Juventus, segir að stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé klár í slaginn fyrir leikinn gegn Porto í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, annað kvöld.

Porto vann fyrri leikinn 2-1 og Juventus er því með bakið upp við vegg fyrir síðari leikinn í Tóríno á þriðjudagskvöldið.

Cristiano Ronaldo var varamaður hjá Juventus er liðið vann 3-1 sigur á Lazio í Seriu A um helgina en hann er klár í slaginn fyrir Meistaradeildarleikinn.

„Cristiano er góður. Þetta eru leikirnir hans. Hann er vel gíraður. Hann hefur fengið smá hvíld og hann getur ekki beðið,“ sagði Pirlo á blaðamannafundi dagsins.

„Við vitum að pressan er á okkur en við munum ekki fela okkur. Við þurfum að gera það sem þarf til, til þess að komast áfram en við vanmetum ekki mótherja okkar. Hins vegar, sem Juventus þá þurfum við að hugsa hvernig við komumst áfram.“

Sergio Conceicao, þjálfari Porto, hefur mikla trú á sínum mönnum fyrir átökin annað kvöld.

„Saga okkur í keppninni er mikil. Við erum vel undirbúnir til þess að ná í góð úrslit, sem hjá félagi eins og Porto, getur bara verið sigur,“ sagði stjórinn.

„Við munum spila eins og við viljum og reyna vinna. Við munum gera allt til þess að komast áfram.“

Leikur Juventus og Porto er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 annað kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.15 en leikurinn sjálfur klukkan 20.00.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.