Erlent

Tugir látnir eftir miklar sprengingar í Miðbaugs-Gíneu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sprengingarnar urðu í hafnarborginni Bata.
Sprengingarnar urðu í hafnarborginni Bata. AP

Að minnsta kosti tuttugu fórust og um sex hundruð særðust þegar miklar sprengingar urðu við herstöð í borginni Bata í Miðbaugs-Gíneu í gærkvöldi.

Forseti landsins, Teodoro Nguema segir að svo virðist sem illa hafi verið staðið að geymslu á sprengiefninu og því hafi það sprungið þegar eldur komst í það. Svo virðist sem eldurinn hafi hlaupið í sprengiefnið þegar bændur í nágrenninu voru að brenna akra sína.

Krafturinn í sprengingunni var slíkur að sögn forsetans, að nær öll hús í borginni eru skemmd að einhverju marki. 

Utanríkisráðherra landsins hefur þegar farið fram á hjálp frá alþjóðasamfélaginu til að takast á við eftirköst sprenginganna en landið er einnig illa statt af völdum kórónuveirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.