Fótbolti

Sverrir Ingi kom PAOK inn í leikinn er liðið bjargaði stigi undir lokin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason skoraði mikilvægt sigurmark PAOK í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason skoraði mikilvægt sigurmark PAOK í kvöld. NESImages/DeFodi/Getty

Sverrir Ingi Ingason og liðsfélagar hans í PAOK voru 0-2 undir er skammt var til leiksloka í leik liðsins gegn Aris í dag. Það er þangað til Sverrir Ingi tók leikinn í sínar hendur. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Sverrir Ingi var á sínum stað í byrjunarliði PAOK er liðið tók á móti Aris í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Um stórleik var að ræða en Aris er í öðru sæti deildarinnar og PAOK sæti þar fyrir neðan.

Gestirnir hófu leikinn betur og voru yfir í hálfleik. Forystan var svo tvöfölduð um miðbik síðari hálfleiks og því stefndi í að Aris yrði fjórum stigum fyrir ofan PAOK að leik loknum. Það er þangað til á 87. mínútu leiksins þegar íslenski miðvörðurinn kom knettinum í netið og minnkaði muninn.

Á þriðju mínútu uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu sem Vieirinha tók og jafnaði hann metin. Lokatölur því 2-2 og munurinn á liðunum því áfram eitt stig. Aris er í öðru sæti með 47 stig en PAOK í þriðja sæti með 46 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×