Sverrir Ingi var á sínum stað í byrjunarliði PAOK er liðið tók á móti Aris í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Um stórleik var að ræða en Aris er í öðru sæti deildarinnar og PAOK sæti þar fyrir neðan.
Gestirnir hófu leikinn betur og voru yfir í hálfleik. Forystan var svo tvöfölduð um miðbik síðari hálfleiks og því stefndi í að Aris yrði fjórum stigum fyrir ofan PAOK að leik loknum. Það er þangað til á 87. mínútu leiksins þegar íslenski miðvörðurinn kom knettinum í netið og minnkaði muninn.
Á þriðju mínútu uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu sem Vieirinha tók og jafnaði hann metin. Lokatölur því 2-2 og munurinn á liðunum því áfram eitt stig. Aris er í öðru sæti með 47 stig en PAOK í þriðja sæti með 46 stig.
#FinalScore . - 2-2 #PAOKARIS #slgrinterwetten pic.twitter.com/BrB1Jhzgp3
— PAOK FC (@PAOK_FC) March 7, 2021