Fótbolti

„Áttum mögu­lega ekki skilið að tapa í dag“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep ræðir við Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni.
Pep ræðir við Ole Gunnar Solskjær á hliðarlínunni. Dave Thompson/Getty Images

Pep Guardiola hrósaði Manchester United að loknu 2-0 tapi sinna manna í nágrannaslagnum í Manchester í dag. Sá spænski vildi þó meina að Man City hefði ekki átt skilið að tapa.

„Fyrst af öllu vill ég hrósa Manchester United. Það eru tíu leikir eftir, núna hefst mikilvægur hluti tímabilsins. Síðustu tíu leikir hafa líka verið mikilvægir og við byrjum upp á nýtt á miðvikudaginn. Við munum reyna að vinna eins marga leiki og hægt er til að verða meistarar.“

„Þetta er fótbolti, svona gerist. Gegn West Ham United spiluðum við mun verr en við gerðum í dag. Gegn West Ham áttum við ekki skilið að vinna og mögulega áttum við ekki skilið að tapa í dag. Við vorum ekki góðir fyrir framan markið, framherjar okkar áttu ekki frábæran dag en það gerist.“

„Þetta var frábær leikur. United pressaði okkur hátt á vellinum og þeir eru svo fljótir í skyndisóknunum. Við spiluðum vel en náðum ekki að nýta færin sem við fengum svo við hrósum United fyrir frammistöðuna.“

„Við verðum í fréttunum af því við töpuðum en fréttin er að 21 sigur í röð. Það eru enn 30 stig í pottinum og við þurfum að vinna næstal leik.“

„Þetta er alveg eins. Við vinnum leik og þá færum við okkur yfir í næsta leik. Þetta er það sama núna. Við töpum svo við förum að einbeita okkur að næsta leik. Þetta er lærdómur,“ sagði Pep Guardiola að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.