Segir mögulegt hópsmit í uppsiglingu og jafnvel ný bylgja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 17:16 Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Hópsmit covid-19 er mögulega í uppsiglingu innanlands af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna og embættis sóttvarnalæknis í dag. Grunur er um að tvö innanlandssmit sem upp komu á síðustu dögum megi rekja til sameiginlegs snertiflatar í stigagangi fjölbýlishúss. Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Þórólfur segir að á næstu sólarhringum muni fást skýrari mynd af ástandinu og þá muni koma í ljóst hvort ástæða sé til að grípa til harðari aðgerða. Boðað var til fundarins eftir að tveir einstaklingar greindust innanlands sem voru utan sóttkvíar á síðustu tveimur dögum. Annar hinna smituðu er starfsmaður Landspítala. „Okkur þótti ástæða til að koma og greina ítarlega frá þessu máli,“ sagði Þórólfur við upphaf fundarins. „Hópsmit er mögulega í uppsiglingu af völdum breska afbrigðisins,“ sagði Þórólfur. Grunur er um að báðir hinna smituðu hafi með óbeinum hætti smitast af veirunni í gegnum einstakling sem kom til landsins 26. febrúar. Viðkomandi var með neikvætt PCR-próf og greindist neikvæður fyrir veirunni í fyrstu skimun á landamærum við komuna til landsins. Hann greindist hins vegar jákvæður í seinni skimun fimm dögum síðar. Þórólfur segir að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Hins vegar sé grunur um að hinir tveir hafi hugsanlega sýkst í gegnum sameiginlega snertifleti. Fólkið býr í sama fjölbýlishúsi við sama stigagang. „Á meðan sóttkví stóð virðist vera sem hann hafi náð að smita tvo,“ sagði Þórólfur sem ítrekar að ekki sé grunur um að viðkomandi hafi brotið reglur um sóttkví. Þetta sýni aftur á móti hversu mjög smitandi afbrigðið sé. Þarf lítið til að koma af stað nýrri bylgju Þessir tveir sem greindust um helgina gætu hafa smitað nokkurn fjölda manna bæði innan Landspítalans og á tónleikum í Hörpu á föstudag að því er fram kom í máli Þórólfs. Mikil rakningarvinna hefur verið í gangi um helgina og eru nokkrir tugir komnir í sóttkví. „Það þarf lítið að koma til, til að koma af stað nýrri hrinu og jafnvel nýjrri bylgju,“ sagði Þórólfur. „Við munum reyna allt sem við getum til að koma í veg fyrir umrætt smit.“ Hann hvatti þá sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Hörpu á föstudagskvöldið til að fara í skimun á morgun sem skipulögð hefur verið sérstaklega fyrir þá sem sóttu tónleikana. Fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir. Þórólfur sagði ástæðu til að bregðast hratt við og að hafa varann á, jafnvel þótt vel hafi gengið á síðustu vikum. Fólk er beðið um að fara í sýnatöku við minnstu einkenni og mæta ekki til vinnu eða á samkomur ef það er með einhver einkenni. Þá hvatti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn til hófstilltrar umræðu. Það smitist enginn eða reyni að smita aðra viljandi. Allir þurfi að hjálpast að, sýna tillitssemi og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira