Fótbolti

Brescia hafði betur í Ís­lendinga­slagnum | Mikael lagði upp sigur­mark SPAL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason lék allan leikinn í góðum sigri Brescia.
Birkir Bjarnason lék allan leikinn í góðum sigri Brescia. EPA-EFE/SIMONE VENEZIA

Brescia vann 1-0 útisigur á Venezia í uppgjöri Íslendingaliðanna og SPAL vann Pescara einnig 1-0 á útivelli.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia og lék allan leikinn í 1-0 sigri liðsins á Venezia í dag. Eina mark leiksins skoraði Frakkinn Florian Aye þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Aye var svo tekinn af velli á 77. mínútu er Hólmbert Aron Friðjónsson leysti hann af hólmi. Bjarki Steinn Bjarkason sat sem fastast á varamannabekk Venezia en Óttar Magnús Karlsson er enn frá vegna meiðsla.

Segja má að sigurinn hafi verið einkar óvæntur en Venezia er í 3. sæti með 45 stig á meðan Brescia er í 14. sæti með 30 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.