Öllum stafar ógn af ríkjum í afneitun og feluleik Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 14:28 Sérfræðingur segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta er. epa Þrjú ríki virðast í afneitun eða feluleik þegar kemur að Covid-19 og hafa ekki deilt upplýsingum um stöðu mála. Umrædd ríki eru Tansanía, Túrkmenistan og Norður-Kórea en sérfræðingar segja áhyggjuefni að SARS-CoV-2 fái mögulega að grassera óáreitt á ákveðnum stöðum. Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fyrir utan þá þjáningu og dauðsföll sem óheftur faraldur hefur í för með sér, eru mögulegar afleiðingar meðal annars að smit berist til annarra ríkja og fleiri alvarlegar stökkbreytingar veirunnar. CNN greinir frá því að engar nýjar tölur hafi borist um stöðu faraldursins í Tansaníu frá því í maí á síðasta ári, þegar 509 voru sagðir hafa greinst með Covid-19 og 21 látist. Þá hafa stjórnvöld í Túrkmenistan ekki tilkynnt nein tilvik til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Norður-Kórea hefur heldur ekki tilkynnt um nein tilfelli, sem þykir grunsamlegt, ekki síst í ljósi þess að íbúar landsins telja 26 milljónir og landamæri þess liggja að Kína, þar sem faraldurinn braust út. Hins vegar er mögulegt að stjórnvöldum þar hafi tekist að halda veirunni í skefjum með auknum einangrunaraðgerðum. Hættulegt þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann Að sögn Dorit Nitzan, svæðisstjóra hjá WHO, hafa fjórtán ríki ekki tilkynnt tilfelli Covid-19 en mörg þeirra eru tiltölulega einangraðar smáþjóðir á borð við Kiribati og Tuvalu. Í Tansaníu hefur forsetinn John Magugfuli ítrekað gert lítið úr faraldrinum og hvatt íbúa til að „biðja veirunna í burtu“, auk þess að grípa til hefðbundinna úrræða á borð við að anda að sér gufu. Forsetinn hefur einnig neitað að falast eftir bóluefnum og sagt þau hættuleg þjóðinni. Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í borginni Dar es Salaam hefur tilvikum kórónuveirunnar farið fjölgandi frá því í janúar. Peter Drobac, sérfræðingur í alþjóðaheilbrigðismálum, segir faraldurinn hafa leitt í ljós hversu mikilvæg öflug forysta sé og hversu hættulegt það er þegar leiðtogar neita að horfast í augu við vandann. Misvísandi skilaboð og afneitun gagnvart gagnsemi sóttvarna á borð við grímunotkun hefði meðal annars hraðað dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum og Brasilíu og leitt til dauðsfalla sem hefði mátt koma í veg fyrir. Hvetja til grímunotkunar vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu „Ekkert okkar er öruggt neins staðar fyrr en við erum öll örugg alls staðar,“ segir Drobac. Í Túrkmenistan hafa stjórnvöld takmarkað ferðalög og hvatt fólk til að halda fjarlægð og vera með grímur en ekki vegna Covid-19, heldur vegna „rykagna“ í andrúmsloftinu. Samkvæmt Human Rights Watch hafa þarlend stjórnvöld meðal annars aukið á neyð þjóðarinnar með afneitun sinni og jafnvel þvingað heilbrigðisstarfsfólk til að ræða ekki um útbreiðslu veirunnar. Enginn sjálfstæður fjölmiðill er í landinu. Diana Serebryannik, framkvæmdastjóri Rights and Freedoms of Turkmenistan Citizens, segir ástandið í landinu grafalvarlegt. Veikir hafi ekki aðgang að viðeigandi úrræðum og læknar viti ekki hvernig þeir eigi að meðhöndla þá. Samtökin hafa opnað netþjónustu fyrir þá sem gruna að þeir hafi smitast af Covid-19 og þegar hafa 3.500 manns haft samband. „Það er engin viðurkenning á því að vírusinn sé í landinu,“ segir Serebryannik. Ítarlega frétt um málið má finna hjá CNN.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira