Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 13:54 Klein var einn þeirra sem reyndi að ryðja sér leið í gegnum tálma lögreglu við inngang þinghússins. FBI Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. Maðurinn, Federico G. Klein, starfaði þá hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann var skipaður í embætti af Trumps samkvæmt New York Times, en hafði áður starfað við framboð forsetans fyrrverandi. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trumps sem er handtekinn vegna árásarinnar. Hann er sakaður í dómsskjölum um að hafa veist af lögregluþjónum með ofbeldi og hótunum. Þó mun hann hafa tekið óeirðaskjöld af lögregluþjóni og notað hann til að berja aðra lögregluþjóna og halda hurð inn í þinghúsið opinni. Klein tók óreiðaskjöld af lögregluþjóni og notaði hann meðal annars til að berja lögregluþjóna.FBI Klein, sem er fyrrverandi landgönguliði, sést á myndböndum sem tekin voru í árásinni vera með rauða derhúfu á höfði sínu, sem á stóð „Make America Great Again“. Þar reyndi hann að brjóta sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og kallaði hann eftir aðstoð fleiri sem sóttu mótmælin við þinghúsið þann dag. Rúmlega 300 hafa verið ákærðir við rannsókn yfirvalda á árásinni á þinghúsið. Þá ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í húsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember. Trump tapaði kosningunni en hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Hann og bandamenn hans hafa ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn, sérfræðingar og aðrir, þar á meðal dómsmálaráðherra Trumps, segja ásakanirnar innihaldslausar. Margir þeirra sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar segjast hafa tekið þátt í henni vegna Trumps. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Maðurinn, Federico G. Klein, starfaði þá hjá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann var skipaður í embætti af Trumps samkvæmt New York Times, en hafði áður starfað við framboð forsetans fyrrverandi. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Trumps sem er handtekinn vegna árásarinnar. Hann er sakaður í dómsskjölum um að hafa veist af lögregluþjónum með ofbeldi og hótunum. Þó mun hann hafa tekið óeirðaskjöld af lögregluþjóni og notað hann til að berja aðra lögregluþjóna og halda hurð inn í þinghúsið opinni. Klein tók óreiðaskjöld af lögregluþjóni og notaði hann meðal annars til að berja lögregluþjóna.FBI Klein, sem er fyrrverandi landgönguliði, sést á myndböndum sem tekin voru í árásinni vera með rauða derhúfu á höfði sínu, sem á stóð „Make America Great Again“. Þar reyndi hann að brjóta sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og kallaði hann eftir aðstoð fleiri sem sóttu mótmælin við þinghúsið þann dag. Rúmlega 300 hafa verið ákærðir við rannsókn yfirvalda á árásinni á þinghúsið. Þá ruddu stuðningsmenn Trumps sér leið inn í húsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember. Trump tapaði kosningunni en hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Hann og bandamenn hans hafa ekki getað fært sannanir fyrir því og embættismenn, sérfræðingar og aðrir, þar á meðal dómsmálaráðherra Trumps, segja ásakanirnar innihaldslausar. Margir þeirra sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar segjast hafa tekið þátt í henni vegna Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Í reipitogi um kosningaréttinn Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gær umfangsmiklar reglur varðandi kosningar og siðferði innan opinbera geirans. Frumvarpið var samþykkt að mestu eftir flokkslínum 220-210. 4. mars 2021 13:44
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Sakaður um drykkju og neyslu lyfja í starfi sem læknir Hvíta hússins Í starfi sínu sem læknir Hvíta hússins, talaði Ronny Jackson með niðrandi og kynferðislegum hætti um kvenkyns undirmann sinn. Þá drakk hann í vinnunni og neytti svefnlyfja svo samstarfsmenn hans höfðu áhyggjur af því að hann gæti ekki sinnt skyldum sínum. 3. mars 2021 11:00