„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:59 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Vísir/vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur. Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur.
Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira