Kannaði hvar Englandsbanarnir frá EM 2016 eru í dag: Íslendingar, afsakið framburðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 10:31 Íslensku strákarnir með landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson fagna sigrinum á Englendingum í Nice í lok júní 2016. Getty/Federico Gambarini Stærsta kvöldið í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til þessa var vafalaust þegar Ísland sló Englendinga út úr Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Youtube síðan HITC Sevens rifjaði upp þessa risastóru stund fyrir íslenska knattspyrnu í nýlegu myndbandi þar sem kannað var hvað væri að frétta af íslensku landsliðsmönnunum sem byrjuðu á móti Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Það voru fullt af Íslendingum í stúkunni í Nice mánudagskvöldið 27. júní 2016 og restin fylgdist með í sjónvarpinu heima. 2-1 sigur Íslands á Englandi verður örugglega ógleymanlegur fyrir þá Íslendinga sem lifðu þennan dag. watch on YouTube England komst yfir í upphafi leiks en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé og héldu enska landsliðinu síðan í skefjum í seinni hálfleiknum. Það eru ekki bara Íslendingar sem gleyma þessum leik seint það verður líka erfitt fyrir Englendinga að gleyma þessu kvöldi sem er eitt það allra svartasta í sögu enska landsliðsins. Tap á móti litla Íslandi var lágpunktur að mati stuðningsmanna enska landsliðsins og eins vandræðalegt fyrir þessa miklu fótboltaþjóð og það verður. Youtube-maðurinn Alfie Potts Harmer ákvað á dögunum að henda í samantekt þar sem hann fór yfir byrjunarliðsmenn íslenska liðsins og hvar þeir séu að gera í dag. Alfie byrjaði á að biðja alla Íslendinga afsökunar á framburði sínum í myndbandinu þar sem hann fer með nöfn íslensku leikmannanna. Það var ekki af ástæðulausu. Hér fyrir ofan má sjá þetta myndband en þessi eftirminnilegi leikur í Nice verður aldrei of oft rifjaður upp. watch on YouTube EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Youtube síðan HITC Sevens rifjaði upp þessa risastóru stund fyrir íslenska knattspyrnu í nýlegu myndbandi þar sem kannað var hvað væri að frétta af íslensku landsliðsmönnunum sem byrjuðu á móti Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Það voru fullt af Íslendingum í stúkunni í Nice mánudagskvöldið 27. júní 2016 og restin fylgdist með í sjónvarpinu heima. 2-1 sigur Íslands á Englandi verður örugglega ógleymanlegur fyrir þá Íslendinga sem lifðu þennan dag. watch on YouTube England komst yfir í upphafi leiks en íslensku strákarnir svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé og héldu enska landsliðinu síðan í skefjum í seinni hálfleiknum. Það eru ekki bara Íslendingar sem gleyma þessum leik seint það verður líka erfitt fyrir Englendinga að gleyma þessu kvöldi sem er eitt það allra svartasta í sögu enska landsliðsins. Tap á móti litla Íslandi var lágpunktur að mati stuðningsmanna enska landsliðsins og eins vandræðalegt fyrir þessa miklu fótboltaþjóð og það verður. Youtube-maðurinn Alfie Potts Harmer ákvað á dögunum að henda í samantekt þar sem hann fór yfir byrjunarliðsmenn íslenska liðsins og hvar þeir séu að gera í dag. Alfie byrjaði á að biðja alla Íslendinga afsökunar á framburði sínum í myndbandinu þar sem hann fer með nöfn íslensku leikmannanna. Það var ekki af ástæðulausu. Hér fyrir ofan má sjá þetta myndband en þessi eftirminnilegi leikur í Nice verður aldrei of oft rifjaður upp. watch on YouTube
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn