Telur símtöl Áslaugar Örnu ekki afskipti af rannsókn máls Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 19:53 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddi í tvígang við dómsmálaráðherra í síma eftir að lögreglan greindi frá viðveru ráðherra úr flokki hans á samkomu sem lögreglan hafði afskipti af á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segist ekki telja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hafi haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu með tveimur símtölum á aðfangadag þegar lögreglan greindi frá því að ráðherra hefði verið á meðal gesta á samkomu þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Áslaug Arna og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, ræddu í tvígang saman í síma í desember í kjölfar þess að í dagbók lögreglu sem var send fjölmiðlum á aðfangadagsmorgun hafi komið fram að ráðherra hafi verið á samkomu í Ásmundarsal þar sem gestir voru fleiri en samkomutakmarkanir heimiluðu og fáir voru með grímur. Síðar kom í ljós að þar var á ferð Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og samflokksmaður dómsmálaráðherra. Bjarni baðst afsökunar í kjölfarið. Spurningar hafa vaknað um hvort að Áslaug Arna hafi með símtölum sínum haft óeðlileg afskipti af störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið lét kanna vinnubrögð í kjölfar gagnrýni á að greint hefði verið frá viðveru ráðherra í dagbókarfærslunni. Niðurstaða þess var að dagbókarfærslan hefði ekki verið „tilkynningarskyldur öryggisbrestur“. Engu að síður voru reglur um dagbókarfærslur áréttaðar við starfsmenn sem sjá um að skrifa þær. Áslaug Arna hefur sagt að með símtölunum til lögreglustjóra hafi hún aðeins reynt að afla sér upplýsinga vegna fyrirspurna fjölmiðla. Hún hafi spurt út í verklagsreglur um dagbókarfærslu lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún segist hafa ákveðið að svara svo ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Símtölin hafi verið að hennar eigin frumkvæði en ekki að beiðni Bjarna. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði Áslaugu Örnu á sinn fund vegna málsins á mánudag og Höllu Bergþóru í gær. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Halla Bergþóra að hennar mat sé að ósk ráðherra um upplýsingar hafi fallið undir yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir hennar. Samkvæmt stjórnarskrá geti ráðherra krafið stjórnvald undir yfirstjórn hans um hverjar þær upplýsingar og skýringar sem honum er þörf á til að sinna yfirstjórnarhlutverki sínu. „Ég tel ekki að ráðherra hafi með þessu haft afskipti af rannsókn sakamáls hjá embættinu,“ segir í svari Höllu Bergþóru. Hún svaraði ekki spurningu Vísis um hvort að Áslaug Arna hefði lagt til við sig eða velt því upp hvort að tilefni væri fyrir lögregluna að gera breytingar á dagbókarfærslu lögreglunnar sem var send út á aðfangadagsmorgun.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33 Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. 2. mars 2021 19:33
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04