Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:33 Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04