Fótbolti

Sara Björk kom inná í sigri Lyon

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Björk í leik með Lyon gegn Juventus
Sara Björk í leik með Lyon gegn Juventus Jonathan Moscrop/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði seinasta hálftíman í 2-0 sigri Lyon gegn Brøndby í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lyon var mun sterkari aðilinn og sigurinn verðskuldaður.

Sara Björk byrjaði á varamannabekknum þegar að Brøndby frá Danmörku kíktu í heimsókn í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar. Lyon var mun sterkari aðilinn í leiknum og áttu til að mynda 15 skot gegn engu skoti gestanna. 

Fyrra mark leiksins kom í fyrri hálfleik, en það var Nikita Parris sem skoraði eftir aukaspyrnu frá Amel Majri. 

Sara Björk Gunnarsdóttir kom inná sem varamaður á 61.mínútu leiksins en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. 

Lyon innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma þegar Melvine Malard skoraði eftir hornspyrnu á 93.mínútu leiksins og Lyon tryggði sér þar með þægilega tveggja marka forystu fyrir seinni leik liðanna.

Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku miðvikudaginn 10.mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.