Fótbolti

Vilja að Danir snið­gangi HM í Katar: „Fullt af fólki látist vegna þessa móts“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Christian Eriksen og samherjar eru undir pressu frá löndum sínum.
Christian Eriksen og samherjar eru undir pressu frá löndum sínum. Angelo Blankespoor/Soccrates/Getty Images

Danmörk á ekki að taka þátt í HM í Katar á næsta ári, náði þeir að tryggja sér sæti á mótinu. Þetta segir hópur stuðningsmanna Dana sem vill að þeir sniðgangi mótið.

Undankeppnin fyrir HM í Katar hefst síðar í þessum mánuði en mótið fer svo fram frá 21. nóvember til 18. desember á næsta ári.

Casper Fischer Raavig er einn stuðningsmaður danska liðsins og hann sem og nokkrir aðrir vilja að Danir sniðgangi mótið í Katar vegna þess hvernig farið er með mannréttindi verkafólks þar í landi.

„Það var hneyksli að gefa þeim mótið. Þrátt fyrir margra ára baráttu frá Danmörku til að breyta hlutunum í Danmörku er raunveruleikinn sá að ansi lítið hefur gerst,“ sagði Casper.

„Þess vegna viljum við að landsliðið hætti við þátttöku á mótinu.“

Hætti Danir við þáttöku á mótinu getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir komandi mót og gætu þeir verið bannað frá keppni í einhvern tíma.

„Við viljum meina að það sé áhætta sem ætti að taka. Í grunninn snýst þetta um að standa við þau gildi sem við erum með.“

„Við vonum að umræða um sniðgönguna fari hærra, eins og við sjáum í Noregi. En standi Danir einir þá verður það bara að vera þannig.“

„Þetta er bara íþrótt og þrátt fyrir að ég elska fótbolta þá er erfitt að hvetja til annars en sniðgöngu. Það er fullt af fólki dáið út af því það á að halda mótið þarna,“ bætti Casper við.

Danir eru með Austurríki, Skotlandi, Ísrael, Færeyjum og Moldóvíu í riðli en Ísland er með Þýskalandi, Rúmeníu, Norður-Makedóníu, Armeníu og Liechtenstein.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×