Innlent

Tveir snarpir skjálftar í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar.
Trölladyngja (379 m) er eldfjall á Reykjanesskaga, nyrst í Núpshlíðarhálsi. Rétt við hana er Grænadyngja (402 m), sem er mjög áþekk og er oft talað um fjöllin sem tvíbura og saman eru þau kölluð Dyngjurnar. Vísir/Vilhelm

Eftir smá hlé síðdegis í gær og gærkvöldi frá öflugum skjálftum í jarðskjálftahrinunni sem nú skekur Reykjanesskagann vöknuðu ef til vill einhverjir íbúar suðvesturhornsins við tvo snarpa skjálfta sem urðu í nótt.

Annars vegar varð skjálfti að stærð 4,1 klukkan 02:12. Tilkynningar bárust Veðurstofunni um að hans hefði orðið vart á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og Reykjanesbæ.

Upptök skjálftans voru á 5,4 kílómetra dýpi 2,4 kílómetra austnorðaustur af Fagradalsfjalli. Aðeins sex mínútum síðar eða klukkan 02:18 varð svo annars snarpur skjálfti að stærðinni 3,2. Upptök hans voru 4,9 kílómetra dýpi 2,9 kílómetra suðsuðvestur af Keili.

Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðar og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir.

Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið.

Þó svo skjálftavirknin hafi haldið áfram við Fagradalsfjall fengu flestir íbúar Suðvesturhornsins smá frið frá...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 2, 2021


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×