Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 14:27 Boeing segir að allt að sextán drónar muni geta flogið með mönnuðum orrustuþotum í framtíðinni. Boeing Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár. Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu. Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu.
Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira