Hafnar öllum ásökunum um misgjörðir á K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2021 17:07 Mingma Gyalje leiddi hópinn sem komst á tind K2 í janúar, fyrstur allra að vetrarlagi. Facebook/Mingma G Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje, sem ásamt hópi samlanda sinna náði fyrstur á tind K2 að vetrarlagi í janúar, fann sig í gær knúinn til að svara ásökunum gegn hópnum um ýmislegt misjafnt á leið á toppinn. Hann þvertekur meðal annars fyrir að hópurinn hafi skorið á klifurlínur í grennd við tindinn, sem fjallagarpar nota sér til aðstoðar á klifri sínu. Mingma segir ásakanirnar flestar úr herbúðum göngumanna sem hugðust klífa K2 nú í vetur en ekki haft erindi sem erfiði. Áður hafði pakistanski fjallagarpurinn Nazir Sabir, sem klifið hefur bæði Everest og K2, sakað nepalska hópinn um að hafa skorið á línur í svokölluðum flöskuhálsi K2, og þannig mögulega stuðlað að því að John Snorri Sigurjónsson og félagar hans lentu í ógöngum við tindinn. Þeirra hefur nú verið saknað í tæpan mánuð á fjallinu og eru allir taldir af. Nazir Sabir opened pandora box about Nepali Sherpas and local journalists. Normally Expd shares rope usage, n Nepalis used ropes fixed by Ali upto C-2, in return they should have closed their ropes from bottleneck. Who is responsible ?! @EverestToday @EliaSaikaly @nimsdai pic.twitter.com/y5CFOowZvh— TheNortherner (@TheNortherner12) February 12, 2021 Mingma hefur áður tjáð sig um ásakanirnar en svarar aftur fyrir þær í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Það er sorglegt og á sama tíma fyndið að sjá viðbrögð sumra göngumanna sem eru nýkomnir heim, án þess að hafa tekist ætlunarverk sitt,“ segir Mingma í færslu sinni. Hann telur gagnrýni göngumannanna byggða á öfundsýki. „Þeir skella skuldinni á nepalska hópinn og segja að nepalskir sjerpar gætu hafa skorið á línur eftir að þeir komust á tindinn, ekki veitt réttar upplýsingar og haldið áætlun sinni leyndri.“ The SAVAGE MOUNTAIN CONTINUES..... ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ It is sad and at the same time funny to see the...Posted by Mingma G on Sunnudagur, 28. febrúar 2021 Þá segir Mingma að hann og hópur hans séu þakklátir Ali Sadpara, John Snorra og Sajid Sadpara fyrir að hafa lagt línur upp að Búðum 1 í fjallinu. Mingma og félagar hafi svo lagt línur þaðan og upp að tindinum. Göngumenn sem blammeri þá nú með ásökunum hafi sjálfir notast við þessar línur. „Hvernig getur nokkur maður haldið að Nepalar myndu skera á línur, vitandi að okkar fólk væri á leið upp aftur. […] Við náðum tindinum klukkan nákvæmlega 4:43 síðdegis og snerum svo við, fullkomlega uppgefnir. Mistök hefðu getað kostað okkur lífið. Það kólnaði og kólnaði og við vorum að reyna að komast niður eins hratt og við gátum vegna þess að vindkælingin færðist í aukana. Við slíkar aðstæður, hvernig ætti göngumaður að geta skorið á línu?“ segir Mingma. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Mingma segir ásakanirnar flestar úr herbúðum göngumanna sem hugðust klífa K2 nú í vetur en ekki haft erindi sem erfiði. Áður hafði pakistanski fjallagarpurinn Nazir Sabir, sem klifið hefur bæði Everest og K2, sakað nepalska hópinn um að hafa skorið á línur í svokölluðum flöskuhálsi K2, og þannig mögulega stuðlað að því að John Snorri Sigurjónsson og félagar hans lentu í ógöngum við tindinn. Þeirra hefur nú verið saknað í tæpan mánuð á fjallinu og eru allir taldir af. Nazir Sabir opened pandora box about Nepali Sherpas and local journalists. Normally Expd shares rope usage, n Nepalis used ropes fixed by Ali upto C-2, in return they should have closed their ropes from bottleneck. Who is responsible ?! @EverestToday @EliaSaikaly @nimsdai pic.twitter.com/y5CFOowZvh— TheNortherner (@TheNortherner12) February 12, 2021 Mingma hefur áður tjáð sig um ásakanirnar en svarar aftur fyrir þær í ítarlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Það er sorglegt og á sama tíma fyndið að sjá viðbrögð sumra göngumanna sem eru nýkomnir heim, án þess að hafa tekist ætlunarverk sitt,“ segir Mingma í færslu sinni. Hann telur gagnrýni göngumannanna byggða á öfundsýki. „Þeir skella skuldinni á nepalska hópinn og segja að nepalskir sjerpar gætu hafa skorið á línur eftir að þeir komust á tindinn, ekki veitt réttar upplýsingar og haldið áætlun sinni leyndri.“ The SAVAGE MOUNTAIN CONTINUES..... ^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^^ It is sad and at the same time funny to see the...Posted by Mingma G on Sunnudagur, 28. febrúar 2021 Þá segir Mingma að hann og hópur hans séu þakklátir Ali Sadpara, John Snorra og Sajid Sadpara fyrir að hafa lagt línur upp að Búðum 1 í fjallinu. Mingma og félagar hafi svo lagt línur þaðan og upp að tindinum. Göngumenn sem blammeri þá nú með ásökunum hafi sjálfir notast við þessar línur. „Hvernig getur nokkur maður haldið að Nepalar myndu skera á línur, vitandi að okkar fólk væri á leið upp aftur. […] Við náðum tindinum klukkan nákvæmlega 4:43 síðdegis og snerum svo við, fullkomlega uppgefnir. Mistök hefðu getað kostað okkur lífið. Það kólnaði og kólnaði og við vorum að reyna að komast niður eins hratt og við gátum vegna þess að vindkælingin færðist í aukana. Við slíkar aðstæður, hvernig ætti göngumaður að geta skorið á línu?“ segir Mingma.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01 Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bænastund fyrir John Snorra og félaga frestað vegna veðurs Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum. 27. febrúar 2021 22:01
Minntust Johns Snorra, Ali og Juan Pablo í Skardu Minningarathöfn fór fram í borginni Skardu í Pakistan þar sem íbúar minntust þeirra John Snorra Sigurjónssonar, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, en þeirra hefur verið saknað frá 5. febrúar þegar þeir reyndu að klífa K2. Pakistönsk yfirvöld tilkynntu í gær að þeir væru formlega taldir af. 19. febrúar 2021 21:48
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59