Fótbolti

Zlatan missir af báðum leikjunum gegn Man. Utd.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic er meiddur.
Zlatan Ibrahimovic er meiddur. getty/Antonietta Baldassarre

Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, er meiddur og missir af báðum leikjunum gegn Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Zlatan fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks í leik Milan og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Milan vann leikinn, 2-1.

Vegna meiðslanna missir Zlatan af næstu leikjum Milan, meðal annars báðum leikjunum gegn United, hans gamla liði.

United og Milan mætast á Old Trafford í Manchester 11. mars og á San Siro viku seinna. United sló Real Sociedad út í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Milan Rauðu stjörnuna.

Zlatan lék með United á árunum 2016-18. Hann vann Evrópudeildina og enska deildabikarinn með liðinu.

Hinn 39 ára Zlatan hefur skorað sextán mörk í 22 leikjum í öllum keppnum í vetur.

Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 52 stig, fjórum stigum á eftir grönnum sínum í Inter.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×