Fótbolti

Leggja niður liðið þremur mánuðum eftir fyrsta titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik Jiangsu FC á síðasta ári.
Frá leik Jiangsu FC á síðasta ári. Visual China Group/Getty

Tilkynnt hefur verið að kínverska félagið Jiansgu FC hafi verið lagt niður, einungis þremur mánuðum eftir fyrsta titil félagsins.

Félagið hefur verið lagt niður en þetta var tilkynnt fyrr í dag. Þó er vonast eftir því að nýjir fjárhagssterkir aðilar taki við félaginu.

Kvennalið félagsins, sem er ansi sigursælt í Kína, hefur einnig verið lagt niður en sömu eigendur eiga ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter Milan.

Kínverjarnir vilja einbeita sér að stærri verkefnum sínum, til að mynda Inter, en Jiangsu FC vann sinn fyrsta kínverska titil í nóvember, eftir sigur á Guangzhou Evergrande.

Fabio Capello stýrði félaginu á árunum 2017 til 2018 og Gareth Bale var nærri því að ganga í raðir félagsins sumarið 2019.

Frægasti núverandi leikmaður félagsins er væntanlega Alex Teixeira en Brassinn gekk í raðir félagsins árið 2016.

Á sama tíma var sagt að ensku meistararnir í Liverpool hafi verið á eftir honum en hann hafi valið að fara til Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×