Innlent

Sjö herbergjum lokað á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, sem vonast til að ekki þurfi að loka sjö hjúkrunarrýmum á heimilinu á næstunni eins og allt útlit er reyndar fyrir.
Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, sem vonast til að ekki þurfi að loka sjö hjúkrunarrýmum á heimilinu á næstunni eins og allt útlit er reyndar fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö.

„Já, við erum að missa sjö rými á þessu ári ef ekkert breytist. Þetta er mjög fúlt. Mér finnst þetta svo mikil sóun á fjármunum, sem búið er að leggja í ef það er ekki hægt að fá rekstrarfé til að halda áfram. Jú, þjóðin er að eldast, ég held að það sé full þörf fyrir hjúkrunarrými hér á svæðinu,“ segir Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Kirkjuhvoli, aðspurð hvort það væri rétt að það ætti að loka þessum rýmum.

Kirkjuhvoll hefur 33 hjúkrunarrými í dag, allt einbýli, en þau verða ekki nema 26 eftir ef þessi sjö hverfa. Fimm rýmanna hafa verið tímabundin og tvö komu til vegna Covid. Heimilið er allt hið glæsilegasta með nýrri álmu en herbergjum þar verður m.a. lokað. Þá þarf líka að fækka starfsfólki. Ólöf segist ekki trúa öðru en að ríkisvaldið gefi eftir og útvegi meira fjármagn til heimilisins svo fólkið verði ekki sett út á guð og gaddinn.

„Ég trú því að engin verði sendur út og ég á eftir að fá hvernig útfærslan verður á þessu nákvæmlega því hér er engin á flutningsmati nema einn einstaklingur sem er í þessu Covid rými, en aðrir eru með varanlega búsetu hér. Það er ekki verið að fara að henda nokkrum manni út, ég trúi því nú ekki," segir Ólöf Guðbjörg.

Kirkjuhvoll getur haft 33 hjúkrunarrými eins og staðan er í dag, en ef heimilið missir þessi 7 rými verða 26 hjúkrunarrými eftir í árslok .Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.