Þolinmæðisverk þegar Liverpool lagði botnliðið að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Liverpool batt enda á taphrinu sína þegar liðið vann 0-2 sigur á Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Leikið var á Bramall Lane og lögðust heimamenn í skotgrafirnar snemma leiks sem virkaði fyrir þá í fyrri hálfleik þar sem ekkert mark var skorað þrátt fyrir þunga sókn gestanna.

Síðari hálfleikur var aðeins nýbyrjaður þegar gestirnir fundu leiðina í gegnum þéttan varnarmúr heimamanna. Það var miðjumaðurinn ungi, Curtis Jones, sem kom boltanum framhjá Aaron Ramsdale eftir fyrirgjöf Trent Alexander Arnold.

0-1 varð 0-2 þegar skot Roberto Firmino á 64.mínútu hafnaði í netinu. Skotið hafði viðkomu í Kean Bryan, varnarmanni Sheffield United, og var markið skráð sem sjálfsmark á hann.

Fleiri urðu mörkin ekki og kærkominn sigur meistaranna staðreynd. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.