Gummi Ben: Hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra sem styðja Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 13:32 Það getur tekið á taugarnar að halda með Arsenal. getty/Shaun Botterill Guðmundur Benediktsson segist ekki vera viss á hvaða leið Arsenal sé, réttri eða rangri. Hann var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi meðal annars um Skytturnar. Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Arsenal mætir Benfica í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar klukkan 17:55 í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-1 og Arsenal er því í góðri stöðu með útivallarmark. Gummi Ben segir erfitt að leggja mat á lið Arsenal sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann vorkennir aðallega stuðningsmönnum félagsins. „Ég þekki þónokkuð marga sem styðja Arsenal og ég hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra. Aðrar eins sveiflur hef ég ekki séð hjá vinum mínum. Það fer eftir því hvaða dagur er,“ sagði Gummi. „Staða Arsenal í deildinni segir að liðið er ekki á réttum stað miðað við það hvar það á að vera.“ Mikel Arteta hefur stýrt Arsenal í rúmt ár en þetta er hans fyrsta aðalþjálfarastarf á ferlinum. „Þetta tekur bara tíma. Þú verður bara góður þjálfari með því að fá reynslu. Maður spyr sig líka hvort Arsenal sé rétta félagið fyrir þjálfara að fá reynslu eins og Arteta. Hann á klárlega margt ólært eins og allir ungir stjórar,“ sagði Gummi sem á erfitt með að svara því hvort Skytturnar séu á réttri leið. „Ég veit það ekki. Sama hvaða leið Arsenal er á, þá á Arsenal alltaf að vera að berjast í topp fjórum. Arsenal er þannig félag.“ Leikur Arsenal og Benfica hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira