Fótbolti

Sjö útisigrar í sextán liða úrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City var eitt sjö útiliða sem unnu sinn leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Manchester City var eitt sjö útiliða sem unnu sinn leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. getty/Manchester City FC

Sjö af átta leikjum í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu enduðu með sigri útiliðsins.

Fyrri leikjunum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar lauk í gær. Manchester City vann 0-2 sigur á Borussia Mönchengladbach á meðan Real Madrid sigraði Atalanta, 0-1.

Útiliðin höfðu því betur í sjö af átta leikjum í sextán liða úrslitunum. Porto var eina heimaliðið sem fagnaði sigri, 2-1 á Juventus í síðustu viku.

Árangur liða á heimavelli hefur farið versnandi eftir að áhorfendum var bannað að mæta á leiki vegna kórónuveirufaraldursins og úrslitin í Meistaradeildinni voru í takti við það.

Þá hafði það eflaust áhrif að þrjú lið gátu ekki spilað heimaleiki á sínum eigin heimavelli. Gladbach og RB Leipzig þurftu að leika á Puskás vellinum í Búdapest í Ungverjalandi og Atlético Madrid mætti Chelsea í Búkarest í Rúmeníu.

Útiliðin sem unnu fyrri leikinn í sextán liða úrslitunum eru mörg hver í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn, engin þó eins og Evrópumeistarar Bayern München og Paris Saint-Germain. Bayern vann Lazio 1-4 og PSG sigraði Barcelona með sömu markatölu.

Ekki verður leikið í Meistaradeildinni í næstu viku en keppni heldur áfram í þarnæstu viku. Leikið verður 9. og 10. mars og svo 16. og 17. mars.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá City í Búdapest

Manchester City er í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Borussia Mönchengladbach í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 2-0.

Giroud hetja Chelsea í Búkarest

Oliver Giroud skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0 sigur á Atlético Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Vegna ferðatakmarkana sökum kórónufaraldursins á Spáni fór leikurinn fram í Búkarest í Rúmeníu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.