Fótbolti

Sjáðu perluna frá Giroud og hvernig Bayern slátraði Lazio

Sindri Sverrisson skrifar
Olivier Giroud fagnar markinu mikilvæga.
Olivier Giroud fagnar markinu mikilvæga. Getty/Cristi Preda

Olivier Giroud skoraði sigurmark Chelsea gegn Atlético Madrid með fallegri bakfallsspyrnu í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær. Bayern München vann 4-1 sigur gegn Lazio á útivelli.

Markið fallega sem Giroud skoraði dugði til 1-0 sigurs Chelsea. Undir stjórn Diegos Simeone hafði Atlético aldrei tapað á heimavelli í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en Giroud braut niður þann múr og bjó til góða stöðu fyrir Chelsea fyrir seinn leik liðanna í Lundúnum 17. mars.

Hér má sjá sigurmark Giroud, sem Frakkinn fagnaði tvisvar því myndband af því var tekið til skoðunar af dómara:

Klippa: Sigurmark Chelsea gegn Atlético

Bayern er svo gott sem búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum eftir 4-1 sigurinn í Róm í gær. 

Robert Lewandowski nýtti sér mistök í vörn Lazio í fyrsta markinu. Hinn 17 ára Jamal Musiala skoraði utan teigs og Leroy Sané bætti við þriðja markinu fyrir hálfleik. Fjórða mark Bayern var sjálfsmark eftir sprett og sendingu Sané en Joaquín Correa klóraði í bakkann fyrir heimamenn.

Hér má sjá mörkin úr leiknum:

Klippa: Mörkin úr sigri Bayern á Lazio

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×