Messi skaut Börsungum nær Atletico

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi var frábær í kvöld og hér fagna liðsfélagar hans fyrra markinu.
Messi var frábær í kvöld og hér fagna liðsfélagar hans fyrra markinu. Alex Caparros/Getty Images

Markalaust var í hálfleik en Messi kom Börsungum yfir á 48. mínútu eftir magnaðan sprett og samleik við Danann Martin Braithwait.

Hann tvöfaldaði svo forystuna á 69. mínútu er hann fékk boltann eftir laglegan undirbúning Frenkie de Jong.

Bakvörðurinn Jordi Alba skoraði svo þriðja markið eftir sendingu hins danska Braithwaite. Lokatölur 3-0.

Barcelona er nú fimm stigum á eftir toppliði Atletico, sem á þó leik til góða, og tveimur stigum á eftir Real Madríd sem er í öðru sætinu.

Elche er í næst neðsta sætinu, á markatölu, en liðin í 17. til 19. sæti eru öll með 21 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.