Norðmenn flytja fyrsta heimaleik sinn í undankeppni HM til Malaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru að reyna að komast á sitt fyrsta stórmót síðan á EM 2000. Getty/Trond Tandberg Fyrsti heimaleikur eftirmanns Lars Lagerbäck með norska fótboltalandsliðinu fer ekki fram á norskri grundu. Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira