Norðmenn flytja fyrsta heimaleik sinn í undankeppni HM til Malaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru að reyna að komast á sitt fyrsta stórmót síðan á EM 2000. Getty/Trond Tandberg Fyrsti heimaleikur eftirmanns Lars Lagerbäck með norska fótboltalandsliðinu fer ekki fram á norskri grundu. Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira