Norðmenn flytja fyrsta heimaleik sinn í undankeppni HM til Malaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 11:02 Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru að reyna að komast á sitt fyrsta stórmót síðan á EM 2000. Getty/Trond Tandberg Fyrsti heimaleikur eftirmanns Lars Lagerbäck með norska fótboltalandsliðinu fer ekki fram á norskri grundu. Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farin að hafa áhrif á komandi leiki í undankeppni HM 2022 sem fer af stað í lok næsta mánaðar. Ståle Solbakken tók við landsliðsþjálfarastöðu Norðmanna þegar þeir losuðu sig við Lars Lagerbäck í lok síðasta árs. Fyrsti heimaleikur norska landsliðsins undir stjórn Solbakken verður þó ekki spilaður á Ullevaal leikvanginum í Osló heldur á Malaga á Spáni. Norska knattspyrnusambandið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Grunnet usikkerheten rundt koronasituasjonen har NFF besluttet at Norge - Tyrkia skal spilles i Spania. https://t.co/PO4jNacZa2— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 23, 2021 Norðmenn mæta Tyrkjum 27. mars næstkomandi en norska knattspyrnusambandið varð að færa leikinn suður til Spánar vegna strangra sóttvarnarreglna í Noregi. Þetta verður annar leikur norska landsliðsins í undankeppninni því Norðmenn byrja keppnina á útileik á Gíbraltar. Það verður því ekki langt fyrir þá að fara á milli leikja enda aðeins tæplega tveggja klukkutíma akstur á milli Gíbraltar og borgarinnar Malaga á suður Spáni. Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins, fagnar þessari niðurstöðu þó að hann segir það vera synd að leikurinn geti ekki farið fram í Noregi. Lausnin á vandamálinu er aftur á móti mjög hagstæð fyrir norska liðið sem fær að halda kyrru fyrir í blíðunni á suður Spáni í viku. Norska landsliðið mun koma saman í Marbella fyrir Gíbraltarleikinn og getur verið þar áfram á milli leikja enda er bærinn Marbella mitt á milli Gíbraltar og Málaga. Lokaleikur norska landsliðsins í þessum landsleikjaglugga er síðan á útivelli í Svartfjallalandi 30. mars. Það hefur gengið illa hjá Svartfellingum í baráttunni við kórónuveiruna að undanförnu og því er ekki alveg öruggt að sá leikur fari fram í landinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira