Ronaldo afgreiddi botnliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo sá um botnliðið í kvöld og hélt Juventus á lífi í toppbaráttunni.
Ronaldo sá um botnliðið í kvöld og hélt Juventus á lífi í toppbaráttunni. Stefano Guidi/Getty Images

Juventus er nú átta stigum á eftir toppliði Inter, og á leik til góða, eftir 2-0 sigur ítölsku meistaranna í kvöld.

Juventus vann 3-0 sigur á Crotone í Tórínó í kvöld en tvö af mörkunum komu í fyrri hálfleik.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir á 38. mínútu og í uppbótartíma fyrri hálfleiks tvöfaldaði Ronaldo forystuna.

Það var svo komið fram á 66. mínútu er þriðja markið kom en lánsmaðurinn frá Schalke, Weston McKennie, skoraði þriðja markið.

Juventus er með 45 stig í þriðja sætinu, AC Milan er í öðru sætinu með 49 stig og Inter á toppnum með 53 stig.

Crotone er á botninum með tólf stig, átta stigum frá öruggu sæti.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira