Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 13:28 Heilbrigðisráðuneytið vonast til að hægt verði að klára bólusetningu fyrir lok júní. Vísir/Vilhelm Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33
Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18