Enski boltinn

„Alltaf erfitt að spila eftir úti­leik í Evrópu“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United. Getty/Rui Vieira

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var ánægður með hvernig sínir menn spiluðu í síðari hálfleik í 3-1 sigrinum á Newcastle United í kvöld. Þá var hann ánægður með frammistöðu Daniel James sem hefur nú skorað tvo leiki í röð.

„Við þurfum að hækka hraðann í leiknum aðeins, sérstaklega á síðasta þriðjung. Mér fannst við ná að gera það. Það er alltaf erfitt að koma sér í gang eftir útileik í Evrópu. Þó svo við höfum verið mun meira með boltann þá náðum við ekki að skapa mörg tækifæri. Mér fannst við komast í betri stöður í síðari hálfleik,“ sagði Solskjær í viðtali að leik loknum.

„Hann hefur aldrei horfið. Hann hefur verið að vinna hart að sér á bakvið tjöldin og hefur alltaf verið möguleiki. Hann er leikmaður sem þú getur notað í mismunandi svæðum með hraða sínum og orku,“ sagði þjálfarinn um hinn eldsnögga Daniel James.

„Við erum að vinna með honum, við reynum að hjálpa öllum en Daniel kemur úr Championship-deildinni [B-deildinni á Englandi], hann skoraði nokkur mörk í fyrstu leikjunum og það mun taka mikla orku frá þér. Hann hefur verið virkilega duglegur til að komast aftur í sitt besta form en kannski er munurinn aðallega sjálfstraust, að hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Ole einnig um hvað hefur breyst hjá James.

„Við getum ekki stjórnað öðrum liðum. Við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum og vera besta útgáfan af Manchester United í hverjum leik. Hlutir gerast og það er oft eitthvað sem kemur á óvart í fótbolta,“ sagði Ole Gunnar að lokum eftir 3-1 sigur Man Utd á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×