Fótbolti

Bjarki náði í stig gegn topp­liðinu og stór­leikur Elliða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már hefur farið á kostum hjá Lemgo í vetur.
Bjarki Már hefur farið á kostum hjá Lemgo í vetur. Uwe Anspach/Getty

Bjarki Már Elísson og félagar náðu stigi gegn toppliði Flensburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 27-27, en gestirnir frá Lemgo voru 14-12 undir í hálfleik.

Bjarki Már skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítum, en Lemgo er í tólfta sæti deildarinnar með sextán stig. Alexander Petersson er á meiðslalistanum hjá Flensburg.

Rhein-Neckar Löwen unnu sex marka sigur á Fuchse Berlin, 29-23, og minnkuðu þar af leiðandi forskot Flensburg á toppnum í fimm stig. Ýmir Örn Gíslason gerði eitt mark fyrir Ljónin.

Það var spennutryllir í Kiel er Magdeburg var í heimsókn. Lokatölur urðu 24-24 eftir að Magdeburg leiddi í hálfleik 14-11. Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og Gílsi Þorgeir Kristjánsson eitt fyrir Magdeburg sem er í fimmta sætinu, stigi á eftir Kiel sem er sæti ofar.

Bergrischer vann góðan sigur á Balingen-Weilstetten. Lokatölur urðu 30-22 eftir að Bergrischer leiddi 14-11 í hálfleik. Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark úr sínu eina skoti fyrir Bergrischer í leiknum en þeir eru í sjöunda sæti deildarinnar.

Gummersbach er nú tveimur stigum á eftir HSV á toppnum í þýsku B-deildinni. Gummersbach vann í dag sigur á Lubeck-Schwartau, 31-29. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach en Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.