Innlent

Til­lögur enn í mótun en býst við að af­henda ráð­herra minnis­blað í dag

Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í dag þar sem hann mun gera tillögur að næstu afléttingum takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta staðfestir Þórólfur við fréttastofu en hann kveðst að svo stöddu ekki geta upplýst frekar um efni tillagnanna, enda séu drög enn í vinnslu. Svandís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún ætti von á að fá minnisblað frá Þórólfi í dag og í samtali við mbl.is fyrr í dag sagðist hún þegar hafa fengið drög að minnisblaði í hendur.

„Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst,“ sagði Svandís í hádegisfréttum Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×