Innlent

Hveragerði, Ölfus og Árborg keppast um nýja íbúa

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir sveitarfélögin vera í heilbrigðri samkeppni eins og hún orðar það.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir sveitarfélögin vera í heilbrigðri samkeppni eins og hún orðar það. Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Við erum bara í heilbrigðri samkeppni um hver er bestur“, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar en mikil fjögun íbúa á sér nú stað í Hveragerði, Árborg og í Ölfusi en allt eru þetta nágranna sveitarfélög, sem keppst um að fá nýtt fólk til sín.

Það er ótrúlegt að verða vitni að allir þeirri uppbyggingu, sem á sér stað í Hveragerði, Árborg og Ölfusi þessi misserin því á öllum þessum stöðum eru heilu hverfin af rísa af nýju íbúðarhúsum og fólk flykkist á þessa staði til að eiga heima.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er að sjálfsögðu kampakát með alla uppbygginguna í Hveragerði.

„Við erum með orðatiltæki, sem hefur verið hér frá upphafi, „Hveragerði er auðvitað heimsins besti staður“. Við erum þó ekki í þannig samkeppni við hin sveitarfélögin, við erum auðvitað bara í heilbrigðri samkeppni um það hver er bestur og það er bara eðlilegt. Sveitarfélögin hér í kringum höfuðborgarsvæðið eru öll að vaxa og dafna mjög skemmtilega og það græða auðvitað allir á því. Það er auðvitað gaman að því að fólk sér möguleika í búsetuformi hvort sem það er hér í Hveragerði, Árborg, Vogunum, Reykjanesbæ, Grindavík eða öðrum stöðum. Og auðvitað vill maður sjá landsbyggðina alla dafna,“ segir Aldís.

En á Aldís von á því að þessi mikla uppbygging muni halda áfram eins og í Hveragerði?

„Já, það er ekkert annað í kortunum. Þessi bær er náttúrulega staðsettur þannig að það er ekkert, sem gefur til kynna annað til kynna að hér verði áframhaldandi uppbygging.“

Mikil fjölgun íbúa á sér á stað á Selfossi, sem tilheyrir Sveitarfélaginu Árborg. Sömu sögu er að segja úr Þorlákshöfn, sem tilheyrir Sveitarfélaginu Ölfuss og þá er einnig mikið byggt í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.