Fótbolti

Kjartan Henry hetja Esbjerg í mikilvægum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason er orðinn leikmaður Esbjerg.
Kjartan Henry Finnbogason er orðinn leikmaður Esbjerg. mynd/esbjerg

Kjartan Henry Finnbogason reyndist hetja Esbjerg er liðið vann 1-0 sigur á Fredericia í dönsku B-deildinni í knattspyrnu.

Kjartan gekk í raðir Esbjerg í janúar, frá Vejle, en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið.

Það kom á 72. mínútu en eftir að hafa gert markalaust jafntefli í fyrsta leiknum eftir jólahlé var sigurinn mikilvægur í dag.

Esbjerg er þar af leiðandi með 42 stig, í öðru sæti deildarinnar, en Viborg er á toppnum með 44 stig.

Kjartan spilaði fyrstu 79 mínúturnar en Andri Rúnar Bjarnason kom svo inn í hans stað. Ólafur Kristjánsson þjálfar lið Esbjerg.

Aron Elís Þrándarson, OB, og Ágúst Eðvald Hlynsson, Horsens, léku síðustu ellefu mínúturnar er liðin skildu jöfn í dönsku úrvalsdeildinni.

OB er í sjöunda sætinu með 21 stig en Horsens er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig.

Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn er Lamia steinlá fyrir PAOK, 4-0, í Grikklandi. Sverrir Ingi Ingason var ekki í leikmannahópi PAOK.

PAOK er í öðru sætinu með 46 stig en Lamia í tólfta sætinu með fimmtán stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.