Innlent

Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það voru tímamót við vaktaskipti hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Það voru tímamót við vaktaskipti hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki.

Féllust sumir í faðma í tilefni tímamótanna eftir að hafa ekki hitt sumt samstarfsfólk sitt í fleiri mánuði.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem meðfylgjandi myndir eru einnig birtar. „Þetta breyttist í gær og var mikil ánægja með að geta hist og talað saman á vaktaskiptum. Áfram verður mikil áhersla á persónubundnar sóttvarnir en þetta var stórt skref fram á við,“ segir í færslunni.

Annars var töluvert rólegra á vaktinni hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn en var fyrir helgi. Alls sinnti slökkviliðið 81 sjúkraflutningi samanborið við 164 á fimmtudaginn. Engir svokallaðir covid-flutningar fóru fram í gær en fimm útköll voru á dælubíla, þar á meðal eitt vegna umferðarslyss á Kjalarnesi í gær. Einn var fluttur töluvert slasaður á slysadeild eftir áreksturinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×