Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:00 Sigurbjörn Árni segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við krabbameinið. Hann ætli að halda sér jákvæðum í gegnum ferlið. Facebook Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“ Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“
Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira