Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá því að Fiskistofa hefur á þessu ári staðið fleiri að ólöglegu brottkasti á fiski en nokkru sinni áður á sama tímabili. Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmir brottkastið en gagnrýnir eftirlitsaðferðir stofnunarinnar.

Við segjum frá þróun mála við rannsókn á morði sem framið var í Rauðagerði á laugardag í síðustu viku og heyrum í formanni Geðhjálpar sem segir miklar brotalamir vera í bráðageðheilbrigðisþjónustu. Kerfið sé gamaldags og þurfi að færa til betri vegar. 

Þá hefur heilbrigðisráðherra sett frumvarp um um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×